Þingeyri: flotbryggja losnaði

Björgunarsveitin Dýri á Þingeyri var kölluð út í nótt til þess að festa flotbryggju í höfninni sem hafði losnað og rak yfir á flotbryggjuna við hliðina. Ekki varð af alvarlegt tjón að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum.

Ekki voru önnur útköll í nótt á Vestfjörðum. Af öryggisástæðum var veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað í gærkvöldi þegar snjóflóðahætta varð meiri. Tveir vegfarendur, á leið til Bolungarvíkur, urðu innlyksa í Súðavík rétt um miðnættið. Fulltrúar í sameiginlegri almannavarnanefnd Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar, skutu skjólshúsi yfir þá.

Frá aðgerðunum í nótt. Myndi: aðsendar.

DEILA