Árið 2024 var hlutfall þeirra sem hafði farið í ljós síðustu 12 mánuði á Íslandi 5% sem er einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022.
Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, embættis landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins.
Auk þess fækkar ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var árið 2023. Þá var fjöldi ljósabekkja á Íslandi 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020.
Embætti landlæknis vekur athygli á því að notkun á ljósabekkjum fylgir aukin hætta á húðkrabbameini.