Suðurtangi: 7 umsóknir um 4 lóðir

Teikning af lóðunum fjórum sem eru samliggjandi á Suðurtanga.

Fimm umsóknir bárust um fjórar lóðir á Suðurtanga og auk þess fer Eimskip fram á að tvær lóðanna verði teknar að lista yfir lausar lóðir vegna hagsmuna fyrirtækisins sem þurfi stærra svæði en það hefur nú. Auglýstar voru lóðirnar Hrafnatangi 4 og 6 og Æðartangi 9 og 11.

Bendir Eimskip á að vikulegar skipaviðkomur eru á vegum fyrirtækisins á Ísafirði og að þeirri starfsemi fylgja þung og fyrirferðarmikil tæki. „Með öryggissjónarmið fyrirtækisins í huga er rökrétt að horfa í nálægð við fyrirhugað gámasvæði á syðsta hluta tangans“ segir í bréfi Eimskips til bæjaryfirvald sem vill að lóðirnar Hrafnatangi 6 og Æðartangi 11 verði ekki úthlutað.

Gatnagerðargjöld fyrir lóðirnar eru frá 41 m.kr. upp í 70 m.kr. eða samtals 220 m.kr. fyrir allar lóðirnar fjórar.

Umsóknir bárust frá þremur fyrirtækjum. Ísinn ehf sótti um tvær lóðir, Hrafnatanga 4 og Hrafnatanga 6. Nora Seafood ehf sótti um Hrafnatanga 6 og Vestfirskir verktakar ehf sóttu um lóðirnar Æðartangi 9 og Æðartangi 11.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fól bæjarstjóra að vera í sambandi við Eimskip en að öðru leyti voru umsókninar lagðar fram til kynningar.

DEILA