Súðavíkurhreppur: styrkir knd Vestra um 1 m.kr.

Grunnskóli Súðavíkur.

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt að styrkja knattspyrnudeild Vestra með 330 þúsund króna framlagi á ári í 3 ár. Er fjárhæðin svipuð og veittur styrkur var á síðasta ári.

Þá var einnig rætt um aðstöðu fyrir líkamsrækt í Súðavík og var samþykkt að skipa þriggja manna nefnd til þess að finna lausn á aðstöðu til líkamsræktar. Er lagt til að haft verði samráð við skólastjóra Grunnskólans.

Loks má nefna að ungmennafélagið Geisli hyggst fara af stað með íþróttaskóla fyrir börnin í sveitarfélaginu.

DEILA