Styrkir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Mennta- og barnamálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2025. Alls barst 21 umsókn frá fyrirtækjum og stofnunum til þessara verkefna og fengu allar styrk.

Ráðuneytið hækkaði upphæð til úthlutunar um rúmlega 33 m.kr. frá fyrra ári og úthlutaði alls 294,4 m.kr. til íslenskukennslu á árinu.

Samtals fengu fyrirtæki og stofnanir styrki til þess að halda 858 námskeið fyrir 10.028 nemendur á árinu 2025 sem er fjölgun frá árinu 2024 þegar styrkt voru 794 námskeið fyrir 9332 nemendur.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða fær 6,452,000 kr til að halda 19 námskeið.

DEILA