Fimmtudagur 17. apríl 2025

Steinadalsvegur: lægsta tilboð 14% undir kostnaðaráætlun

Auglýsing

Tilboð voru opnuð í Steinadalsveg 4. febrúar og bárust sjö tilboð, þar af tvö frá Vestfjörðum. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 274 m.kr. en lægsta tilboð, sem var frá Þrótti ehf á Akranesi var 234 m.kr. sem er rúmlega 14% lægra en kostnaðaráætlunin.

Frá Vestfjörðum komu tilboð frá Flakkarnum ehf á Brjánslæk, sem bauð 279 m.kr. og Hrútagil ehf í Hrútafirði sem var hæstbjóðandi með 332 m.kr.

Um er að ræða endurbyggingu á um 6,6 km kafla á Steinadalsvegi í Gilsfirði.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2026.

Næsta skref er að Vegagerðin semji við einhvern tilboðsgjafann. Venjan er að lægstbjóðandi fái verkið ef hann uppfyllir öll skilyrði sem sett eru í útboðsskilmálum.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir