Simens sími

Simens telephone Fg tist 127 da – Innanhússsímkerfi Framleitt í Þýskalandi á árunum 1928 til 1953. 

Þetta er raðsími úr raðkerfi 2/10. Var fyrir lítil fyrirtæki sem komust af með  þetta sem móðurtæki og 11 önnur símtæki. Öll gátu þau tekið utanhússlínuna og hringt sjálf út í bæ. Þetta tæki hefur verið hjá símaverði (Símastúlku ) sem gat sent símtöl áfram. Þessar gerðir eru aðeins fyrir púlsval og elstu gerðir sjálvirkra símstöðva.

Þór Gunnarsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar er lærður loftskeytamaður og útskrifaðist úr því fagi árið 1961,  þaðan kemur áhugi hans fyrir útvarpstækjunum. Hann starfaði aldrei sem loftskeytamaður því beint eftir útskrift hóf hann störf hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem hann starfaði í rúm 40 ár. Þór fór að safna útvörpum upp úr 1980 með það í huga að endurbyggja gömul tæki þegar hann kæmist á eftirlaun.

Árið 2006 færði Þór Byggðasafni Hafnarfjarðar safn sitt sem hefur að geyma mörg hundruð tæki; útvarpsviðtæki, sjónvörp, plötuspilara, segulbandstæki, talstöðvar, bátastöðvar, íhluti og ýmislegt annað.

Af vefsíðunni sarpur.is

DEILA