Sigríður Júlía: líst ágætlega á samningana

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjastjóri.

„Mér lýst ágætlega á samningana“ segir Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar aðspurð um kjarasamninga til fjögurra ára við kennara sem undirritaðir voru í gær. Samningarnir ná yfir kennara á öllum skólastigum frá leikskóla, grunnskóla og að framhaldsskóla.

Hún segist mjög ánægð að þeir hafi fyrir það fyrsta náðst og að báðir aðilar gangi sáttir frá borði.

Sigríður Júlía var spurð að því hvort hægt að mæta launahækkunum án samdráttar annars staðar eða hækkunar skatta.

„Ísafjarðarbær er ágætlega staddur fjárhagslega en of snemmt er að segja til um það hvort og þá hvernig þessu verður mætt. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um samdrátt í framkvæmdum eða þjónustu eða þá skattahækkanir.“

Þá var hún innt eftir því hvort þessir samningar myndu hafa áhrif á aðra kjarasamninga.

„Það hefur verið öllum ljóst að kennarar hafi átt inni hækkanir en hve mikil áhrif þessar hækkanir hafi á aðra samninga finnst mér of snemmt að segja til um.“

DEILA