Rúma 450 milljónir til sveitarfélaga þar sem sjókvíaeldi er stundað

Fiskeldissjóður starfar á grundvelli 7. gr. laga nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð.

Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða, þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.

Til úthlutunar úr sjóðnum á þessu ári eru 456.100.000 kr.

Við úthlutun styrkja úr sjóðnum er sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:

  • Styrkari samfélagsgerð
  • Uppbyggingu innviða
  • Loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd
  • Tengingu við sjókvíaeldi
  • Nýsköpun hverskyns, tengd ofangreindum þáttum

Sveitarfélög þar sem sjókvíaeldi er stundað eru hvött til að sækja um.

DEILA