Reykjavík: meirihlutinn fallinn

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.

RUV hefur greint frá því að meirihlutinn í borgarstjórn sé fallinn. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins hafi slitið meirihlutasamstarfinu.

Hann ætlar að hefja viðræður um myndun nýs meirihluta við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Flokk fólksins.

Hann gerir ráð fyrir því að gera kröfu um að verða borgarstjóri í nýjum meirihluta.

Meðal málefna sem ágreiningur hafi verið um innan meirihlutans sé Reykjavíkurflugvöllur. Tryggja verði hann í sessi og að ekki megi stefna sjúkraflugi í hættu.

„Ég hef átt óformleg samtöl við fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins og ætla að bjóða til meirihlutaviðræðna fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar.“ segir Einar.

DEILA