Patreksfjörður: strandveiðisjómenn styrkja björgunarbátasjóð um 7,5 m.kr.

Strandveiðisjómenn á Patreksfirði.

12 strandveiðisjómenn úr Krók komu saman og afhentu Smára Gestssyni styrk uppá 6,0 milljónir til Björgunarbátasjóðs Vestur Barðastrandarsýslu. Hver þeirra leggur fram 100 þúsund króna styrk á ári í 5 ár. Þá styrkir Strandveiðifélagið Krókur kaupin um 300 þúsund krónur á ári næstu fimm ár eða um 1,5 m.kr.

Gert er ráð fyrir að á vegum Landsbjargar og ríkisins komi nýtt björgunarskip til Patreksfjarðar á næsta ári. Kostnaður við skipið eru tæpar 400 m.kr. og þar af þarf um fjórðungur að koma úr heimabyggð skipsins.

DEILA