Orkuáætlun með þátttöku almennings til að byggja upp seiglu á Vestfjörðum

Brianna Cunliffe útskrifaðist úr umhverfisfræði og stjórnmálafræði frá Bowdoin háskólanum árið 2022.

Brianna Marie Cunliffe, meistaranemi á fyrsta ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið 350.000 kr. rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt sem heitir “Orkuáætlun með þátttöku almennings til að byggja upp seiglu á Vestfjörðum”

Rannsókn hennar snýst um að þróa byggðamiðaðar lausnir varðandi seiglu í orkumálum. Hún segir að þátttaka almennings sé mikilvæg í þessu samhengi og getur hún leitt til áhrifaríkra og framsýnna lausna og komið í veg fyrir kostnaðarsamar tafir eða árekstra. Markmið rannsóknarinnar er að tengja saman gildi, forgangsröðun og þekkingu hagsmunaaðila á Vestfjörðum með aðferðum sem byggja á þátttöku þeirra. Með því að þróa stefnumótandi framtíðarsýn sem almenningur tekur þátt í mun Brianna kanna kosti þess að færa umræðu og ákvarðanatöku í orkumálum nær samfélaginu.

Brianna vill vinna náið með heimamönnum og mun skipuleggja vinnustofur með hagsmunaaðilum. Í þeim verða kannaðar mismunandi leiðir í orkumálum og fjallað um helstu áskoranir sem svæðið stendur frammi fyrir.

Hún leggur áherslu á að vinna verkefnið á Vestfjörðum: „Þessi styrkur skiptir mig miklu máli þar sem hann gefur mér betri möguleika á að einbeita mér að verkefninu. Hann gerir mér kleift að skapa hlýlegt og opið umhverfi fyrir þátttakendur, draga úr hindrunum fyrir þátttöku og að ég get unnið þetta verkefni á Vestfjörðum.” – segir Brianna. Hún nefnir einnig að það að vera á staðnum í persónu er grundvallaratriði til að byggja upp traust og öðlast heildrænan skilning og að það opni líka dyr að frekari tengslum við starfsemi Byggðastofnunar og samstarfsaðila hennar víða um svæðið. Það stuðli í kjölfarið að því að verkefnið nýtist samfélaginu enn betur.

“Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með Byggðastofnun strax á fyrstu stigum rannsóknarinnar, svo hægt sé að tryggja að verkefnið mætir þörfum samfélagsins.“ – bætir Brianna við.

DEILA