Landhelgisgæslan er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem kynntur var á dögunum.
Þetta er fimmtánda árið í röð, eða frá því Landhelgisgæslan var tekin inn í mælingar Gallup, sem stofnunin mælist með mest traust almennings. 86% þeirra sem taka afstöðu í könnuninni segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar.