Matvælastofnun fær margar ábendingar varðandi dýravelferð

Matvælastofnun vill árétta að almenningi gefst kostur á að koma ábendingum og fyrirspurnum til stofnunarinnar eftir margvíslegum leiðum svo sem með símtölum, samtölum, tölvupósti eða í gegnum þar til gert form á vef Matvælastofnunar.

Í ábendingahnappi, sem finna má á áberandi stað á heimasíðu Matvælastofnunar, er handhægt að senda ábendingar með myndefni sem ekki er unnt að koma til skila í gegnum síma eða samtöl. Slíkt myndefni getur reynst afar dýrmætt við úrvinnslu þeirra mála sem koma inn á borð stofnunarinnar og hraðað viðbragði og afgreiðslu.

Það sem af er ári hefur Matvælastofnun borist 802 erindi í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar. Árið 2024 voru þau 3.392. Um síðustu áramót hafði stofnunin unnið úr og lokað 88% þeirra erinda sem bárust. Önnur erindi voru annað hvort í ferli innan stofnunarinnar eða bárust seint innan ársins.

DEILA