Salbjörg Jóhannsdóttir (1896-1991) var ljósmóðir í Snæfjallahreppi frá 1929 þar til hún, níræð að aldri, fluttist frá Lyngholti til Ísafjarðar árið 1987.
Hún gegndi einnig ljósmóðurembætti í Nauteyrarhreppi frá 1944 og í Reykjarfjarðarhreppi 1954 til 1958.
Þegar Salbjörg hóf störf fékk hún tösku sem var farin að láta á sjá árið 1947. Þá fékk hún þessa ljósmóðurtösku sem hún gaf seinna Geir Hlíðberg Guðmundssyni lækni (1953-2010).
Taskan hafði varðveist á heimili Geirs í Garðabæ í meir en tvo áratugi þegar Margrét Guðmundsdóttir geislafræðingur (1953-), ekkja Geirs Hlíðberg Guðmundssonar afhenti hana Lyngholtssafni haustið 2012.
Af sarpur.is