Samband íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamning við landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til næstu fjögurra ára, til loka mas 2028. Verkfalli sem átti að hefjast síðasta mánudag var því aflýst.
Helstu atriði kjarasamningsins eru launahækkanir í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári, og hækka önnur laun og aðrar uppbætur í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna LSS. Niðurstaða
atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 24. febrúar næstkomandi.