Keppendur Vestra á Íslandsmóti Lyftingasambandsins

Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir og Aldís Höskuldsdóttir

Íslandsmeistaramót Lyftingasambands Íslands var haldið laugardaginn 8. febrúar síðastliðinn í Hafnarfirði. Alls tóku 44 keppendur þátt í mótinu, 13 karlar og 31 kona. Þrír keppendur voru frá Vestra, þær Guðrún Helga Sigurðardóttir, Hjördís Ásta Guðmundsdóttir og Aldís Höskuldsdóttir.

Aldís Huld keppti í -76 kg. flokki og lyfti 73 kg í snörun og 90 kg. Í jafnhendingu og lyfti því samanlagt 163 kg. og hlut annað sætið í sínum flokki.

Hjördís Ásta keppti í -87 kg. flokki og lenti í þriðja sæti í þeim flokki. Hún lyfti 50 kg í snörun og 70 kg í jafnhendingu samtals 120 kg.

Guðrún Helga keppti í +87 kg. flokki og varð í fjórða sæti í þeim flokki. Hún lyfti 65 kg. í snörun og 85 kg. í jafnhendingu, samtals 150 kg.

Næsta mót, Íslandsmeistaramót unglinga, fer fram 8.-9. mars nk. og verður Guðrún Helga meðal keppenda þar.

DEILA