Ísafjörður: Opin samkeppni um útilistaverk

Frá Ísafjarðarhöfn . Mynd: Gústi.

Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að hafa opna samkeppni um útilistaverk á vegum Hafna Ísafjarðarbæjar.

Opin samkeppni felur í sér samkvæmt famlögðu minnisblaði Vestfjarðastofu:
Opið keppnisform þar sem allir hæfir listamenn geta sent inn tillögur.
Útilokar ekki alþýðulistafólk.
Hentar þegar markmiðið er að fá innsendingar á breiðum grunni og tryggja þátttöku sem flestra.
Getur krafist meira utaumhalds og matsvinnu vegna fjölda innsenda hugmynda.
Þar sem keppnin er opin og allir geta sent inn tillögur getur verið að listafólk hafi ekki þekkingu á
hentugu efnisvali eða þeim kostnaði sem verður við verkið.

Þá felur þessi leið í sé að skipuð verði dómnefnd til að tryggja faglegt mat. Í minnisblaðinu segir að dómnefndin þyrfti að samanstanda af fimm manns og væru þá tveir tilnefndir af sambandi íslenskra listamanna, SÍM.

DEILA