Alls var landað 730 tonnum af bolfiski í Ísafjaðarhöfn í janúarmánuði. Aðeins tveir togarar komu með afla að landi. Páll Pálsson ÍS landaði 600 tonnum eftir 8 veiðiferðir og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni og var með 130 tonn af fiskafurðum.
Patreksfjörður 703 tonn
Landað var 703 tonnum af botnfiski í Patrekshöfn í janúar. Togarinn Vestri BA var með 303 tonn eftir 7 veiðiferðir. Tveir línubátar voru að veiðum í mánuðinum. Núpur BA landaði 395 tonn ú 7 veiðiferðum og Sindri BA var með 6 tonn eftir þrjá róðra.
Suðureyri 421 tonn
Gerði voru út fjórir línubátar auk þess sem einn bátur var á handfæraveiðum. Einar Guðnason ÍS fór 18 róðra og landaði 250 tonnum af bolfiski. Hrefna ÍS kom með 106 tonn að landi úr 11 róðrum. Eyrarröst ÍS aflaði 33 tonn í 8 róðrum og Gjafar ÍS va með 16 tonn eftir 3 róðra. Loks var handfærabáturinn Straumnes ÍS með 7 tonn í 8 róðrum.