Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ræddi á fundi sínum í morgun um vetrarþjónustu á Dynjandisheiði. Samkvæmt reglum Vegageðainnar er svonefnd C regla í gildi fyrir Dynjandisheiðina og þjónusta er 5 daga vikunnar. Ekki er þjónusta um helgar og hina daga lýkur henni um kl 17:00.
Bókað var á fundinum og óskað eftir því að auka þjónustuna:
Miklar vegabætur hafa orðið á sunnanverðum Vestfjörðum og yfir Dynjandisheiði á síðustu árum. Er nú svo komið að vegalengd frá höfuðborgarsvæðinu til allra þéttbýlisstaða innan Ísafjarðarbæjar, sérstaklega Þingeyrar og Flateyrar, er talsvert styttri þá leiðina heldur en um Djúp. Ekki er vetrarþjónusta á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði eftir klukkan 5 á virkum dögum eða um helgar. Þá hefur borið á því að heiðinni sé lokað fljótt þegar veður breytast. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar beinir því til samgönguyfirvalda að gera bragarbót á þessu svo fjárfestingin nýtist betur.