Í gær var undirritaður samningur milli Ísafjarðarbæjar og Aldrei fór ég suður og styrkir Ísafjarðarbær hátíðina með 10 m.kr. árlegu framlagi sem fengið er úr styrktarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar, sem settur var á fót árið 2024.
Kristján Freyr Halldósson, rokkstjóri segir „Þetta eru vissulega stórir peningar sem gera okkur kleift að standa að hátíðinni með sóma sem aldrei fyrr. Aldrei fór ég suður er ekki hagnaðardrifin hátíð að neinu leyti og mun þessi fjárhæð skila sér rakleiðis en í samfélagið hér vestra.“
Sveitarfélagið skuldbindur sig einnig til að leggja sig fram við að halda viðburði á svæðinu á páskum og hvetja um leið alla aðila í verslun og þjónustu að gera slíkt hið sama, til að stuðla að fjölda og fjölbreytni viðburða á þeim tíma sem hátíðin er haldin.
Samningurinn gildi fyrir næstu þjá hátíðir 2025 til 2027.