Ísafjarðarbær : 15 m.kr. í uppbyggingarsamninga

Golfíþróttin fær styrk frá Ísafjarðarbæ líkt og fleiri íþróttagreinar.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar fékk sex umsóknir frá aðildarfélögum HSV um uppbyggingarsamning fyrir 2025.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingarsamningar við félögin. Heildarupphæð úthlutunar er 15.000.000 kr.


Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

Golfklúbburinn Gláma: Upphæð 895.748 kr. Bætt aðstaða, smíð á palli um húsið. Sótt var um 2 m.k. styrk.

Skotíþróttafélag Ísafjarðar: Upphæð 5.329.252kr. Skipta út ljósum, mála veggi og gólf með epoxy og endurnýja varmadælu. Sótt var um 6.871.452 kr.

Skíðafélag Ísfirðinga- Alpagreinar: Upphæð 1.500.000 kr. Aðstaða við Miðfellslyftu, innréttingar í nýja aðstöðu félagsins. Skíðafélagið sótti um 1,5 m.kr.

Skíðafélag Ísfirðinga sótti um 1,2 m.kr. vegna skíðagöngu: Upphæð 1.200.000 kr. Kaup á tromlu og spora fyrir snjósleða.

Knattspyrnudeild Vestra: Upphæð 2.575.000 kr. Fyrsti hluti sjoppubyggingar á stúku við Torfnes. Sótt var um 5.075.000 kr.

Golfklúbbur Ísafjarðar: Upphæð 3.500.000 kr. Lagfæra og bæta við stíga. Golfklúbburinn sótti um 6.000.000 kr.

DEILA