Ísafjarðabær: selur íbúðir og afkoma batnar um 220 m.kr.

Íbúðir við Túngötu á Suðureyri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur fyrir bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun ársins um áhrif af sölu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf á íbúðum á Þingeyri og Suðureyri til Brákar íbúðafélags í Reykjavík.

Afhendingardagur eignanna miðar við 1.3.2025 og áætlaður dagur afsals er 1.4.2025.

Söluverð íbúðanna er 301,8 m.kr. Söluhagnaður er áætlaður 213,6 m.kr. Auk þess lækka skuldir sveitarfélagsins sem lækkar fjármagnskotnað um 6,3 m.kr. Samtals batnar afkoma Ísafjarðarbæjar um 220 m.k. vegna sölu íbúðanna.

Söluverð eignanna á Suðureyri er kr. 185.800.000 og á Þingeyri kr. 116.000.000, samtals 301,8 m.kr.

Salan var lögð fyrir stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar þann 3. febrúar síðastliðinn.

 

DEILA