Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í gær var lögð fram ósk Örnu Láru Jónsdóttur, fyrrv. bæjastjóa um lausn frá stöfum í bæjarstjón sem bæjarfulltrúi. Var erindið samþykkt.
Arna Lára tók sæti í bæjarstjórn eftir kosningarnar 2006 og hefur síðan setið þar fyrir Í listann.
Í færslu á facebook í gærkvöldi segi Arna Lára: „Það er mjög gefandi og lærdómsríkt að taka þátt í sveitarstjórnarmálum og fá tækifæri til að móta og þróa þjónustu við íbúa. Ég hef kynnst svo mikið af skemmtilegu fólki og fengið að vaxa og þroskast með heimabænum mínum. Takk fyrir mig Ísafjarðarbær! Nú fylgist ég bara með á hliðarlínunni (og reyni að skipta mér ekki of mikið af málum) og vinn að hagsmunum Ísafjarðarbæjar á öðrum vettvangi.“
í alþingiskosningunum 30. nóvember sl. var Arna Lára kjörin alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi.
Sæti hennar í bæjarstjórn tekur Þorbjön Jóhannesson, sem skipar 6. sæti á Í listanum.