Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum

Út er komin bókin Í sama strauminn: Stríð Pútíns gegn konum.

Með markvissu kvenhatri má veikja lýðræðið og styrkja stöðu einræðisstjórna. Hins vegar getur ekkert lýðræði verið án virkrar þátttöku kvenna. Málið varðar því framtíð alls mannkyns… Ekki vera skeytingarlaus, ekki líta undan.

Í bókinni fjallar eistnesk-finnski rithöfundurinn Sofi Oksanen um kynferðisofbeldi sem helsta vopn rússneskrar heimsvaldastefnu undir stjórn Pútíns. Hún vísar í sína eigin fjölskyldusögu þegar hún greinir frá og fordæmir það kerfisbundna ofbeldi sem rússneski herinn hefur áratugum saman beitt andstæðinga sína og nágrannaþjóðir. Ýmsar ógnir steðja að lýðræðinu víðs vegar um heiminn og þessi vægðarlausa bók er brýn og fræðandi áminning, skrifuð af miklu hugrekki.

Sofi Oksanen er ein mikilvægasta röddin í bókmenntaheiminum í dag. Hún hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir verk sín og bækur hennar hafa verið þýddar á yfir fimmtíu tungumál.

DEILA