Heimastjórn Arnarfjarðar, sem starfar innan Vesturbyggðar, hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar. Breytingin gengur út að afmörkuð er lóð í fjórum skikum að heildarstærð 6.870 m² sem fær nafnið Hvestuvirkjanir. Vegslóði á uppdrætti er uppfærður til núverandi horfs og safnskurðum hnikað til skv. núverandi legu þeirra. Innan lóðarskikanna eru steinsteyptar stíflur með yfirfalli, botnrás, inntaksþró auk stöðvarhúsa.
Hvesturvirkjun er í Hvestudal, sem er austasti dalur Ketildala í Arnarfirði utan við Bíldudal. Ásett afl virkjunarinnar er 1,5 MW.
Tillagana verður nú auglýst skv. ákvæðum skipulagslaga.