Fimm tilboð bárust Ísafjarðarbæ í raforku fyrir Ísafjarðarbæ og undirstofnanir árið 2024. Um er að ræða kaup á raforku fyrir Ísafjarðarbæ,fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf., Byggðasafn Vestfjarða og Hafnir Ísafjarðarbæjar.
Lægstbjóðandi var HS orka sem bauð hverja kwstund á 10,39 kr.

Bæjarstjórn samþykkti á þriðjudaginn að taka tilboði HS orku.
Samningurinn gildir í 1 ár og er uppsegjanlegur af beggja hálfu með þriggja mánaða fyrirvara, í fyrsta lagi 9 mánuðum eftir undirritun. Heimilt er að framlengja samning tvisvar sinnum um 1 ár í senn, séu báðir aðilar því samþykkir. Þar af leiðandi er heildarlengd samnings mest 3 ár.