Jón Atli Benediktsson, rektor og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, frumkvöðull og stofnandi heilbrigðistæknifyrirtækisins Kerecis, hlutu í gær heiðursverðlaun Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright.
Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi.
Til að leggja áherslu á tengsl vísinda og nýsköpunar og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag eru nú í fyrsta sinn veitt verðlaun til frumkvöðuls sem hefur náð framúrskarandi árangri í nýsköpun.
Ása Guðmundsdóttir Wright stofnaði Verðlaunasjóð Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 1968 í tengslum við hálfrar aldar afmæli Vísindafélags Íslendinga. Sjóðurinn hefur frá upphafi veitt heiðursverðlaun til 56 einstaklinga sem unnið hafa veigamikil vísindalegt afrek á Íslandi eða fyrir Íslands hönd.