Gunnlaugur Jónasson 95 ára

Gunnlaugur Jónasson í viðtalinu í Bæjarins besta 2009.

Í dag er Gunnlaugur Jónasson, fyrrverandi bóksali 95 ára. Er hann næstelstur karlmanna á Ísafirði, aðeins Jón Páll Halldórsson er eldri.

Faðir hans Jónas Tómasson tónskáld og bóksali hóf rekstur Bókhlöðunnar 20. ágúst 1920 og Gunnlaugur tók við rekstrinum í janúar 1953 og starfaði sleitulaust við hann í 40 ár, þegar sonur hans tók við rekstrinum. Í viðtali við Bæjarins besta í september 2009 fór Gunnlaugur yfir lífshlaup sitt.

Í apríl 2020 birtist á bb.is skemmtileg afmælisgrein eftir Halldór Jónsson um Gunnlaug Jónasson og Vilberg V. Vilbergsson níræða.

Þar segir Halldór um Gunnlaug:

„En bóksalinn var ekki bara bóksali. Þau eru óteljandi félögin sem hann hefur lagt lið. Hann var formaður undirbúningsnefndar að stofnun menntaskóla á Ísafirði. Hann var lengi í stjórn Tónlistarfélagsins. Hann var í undirbúningsnefnd að uppsetningu fyrstu skíðalyftunnar á Ísafirði. Gott ef hann var ekki slökkviliðsmaður líka. Svona væri hægt að telja upp lengi lengi. Svo var hann líka söngvari. Söng með kórum um áratuga skeið. Ekki síst í Kirkjukór Ísafjarðarkirkju. Umfram allt var hann ávallt tvennt. Skáti og Harðverji.“

Villi Valli og Gunnlaugur. Myndin tekin í fyrra.

Mynd: Bjarndís Friðriksdóttir.

DEILA