Hagstofa Íslands birti í þessum mánuði upplýsingar um kostnað við rekstur grunnskóla. Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í febrúar 2025 reyndist vera 2.912.041 kr. Í janúar 2020 var sami kostnaður 1.918.731 kr. Hækkunin á þessum 5 árum nemur liðlega 46%.
Samkvæmt talnagrunni Hagstofunnar var heildarkostnaður við rekstur grunnskóla landsins árið 2023 um 135 milljarðar krónur, sem skiptist þannig að sveitarfélögin greiða liðlega 133 milljarða króna og ríkið ríflega 1,5 milljarð króna.
Til viðbótar þá kostaði rekstur framhaldsskóla landsins sama ár, 2023, um 39 milljarða króna, þar sem ríkið greiddi um 37 milljarða og sveitarfélögin tæplega 2 milljarða króna.
Rekstur leikskóla kostaði 2023 um 33 milljarða króna sem fellur allur á sveitarfélögin.
Heildarútgjöld sveitarfélaganna til fræðslumála árið 2023 voru, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar, 178 milljarðar króna.