Furðuverur í myrkrinu

Furðuverur í myrkrinu er verkefni barna á aldrinum 4 – 8 ára í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar.

Þar fræðast börnin um furðuverur í þjóðsögum og munnmælum og gera af þeim myndir sem eru sameinaðar í myndböndum/hreyfimyndum og þeim varpað á glugga og veggi í opinberu rými víðsvegar um bæjarfélagið á dimmasta tíma ársins.

Haustið 2024 teiknuðu börn í leik- og grunnskólunum á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri auk leikskólans Tanga á Ísafirði myndir af furðuverum undir handleiðslu myndlistarmannanna Nínu Ivanovu og Gunnars Jónssonar.

Rætt var um furðuverur sem birtast í íslenskum þjóðsögum og munnmælum en einnig komu draugar og óútskýrt fyrirbæri við sögu og leitað eftir sögum úr menningarheimum þeirra barna sem eiga sér uppruna í öðrum löndum.

Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen raðaði teikningunum saman í hreyfimyndir sem nú birtast í gluggum og á veggjum í opbinberu rými.

Myndirnar verða til sýnis í glugga Úthverfu, Aðalstræti 22 á Ísafirði til 24. mars.

Þátttakendur í verkefninu voru:
Grunnskólinn á Þingeyri
Leikskólinn Laufás á Þingeyri
Grunnskólinn á Suðureyri
Leikskólinn Tjarnarbær á Suðureyri
Grunnskóli Önundarfjarðar
Leikskólinn Grænigarður á Flateyri
Leiskólinn Tangi í Ísafirði
Verkefnið var styrkt af Barnamenningarsjóði 2024

DEILA