Föstudaginn 14. febrúar býður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar til opins fundar og umræðu um væntanlega afgreiðslu Ísafjarðarbæjar á tillögum vegna sérstakra skilyrða (sérreglna) um byggðarkvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025.
Fundurinn fer fram í fundarsal bæjarstjórnar, 2. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, og hefst klukkan 12.
Hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og ræða sjónarmið sín.