Franska kvikmyndahátíðin verður haldin á Ísafirði dagana 28. febrúar – 1. mars.
Sýndar verða þrjár myndir að þessu sinni. Seldir verða hátíðarpassar með góðum afslætti sem gilda á allar myndirnar á hátíðinni. Einnig verður hægt að kaupa miða á stakar sýningar.
Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Ísafjarðarbíó, Franska sendiráðið, Alliance Francaise og Bíó Paradís.
Menningarfulltrúa franska sendiráðsins á Íslandi Renaud Durville opnar hátíðina kl. 19 föstudaginn 28. febrúar og býður gestum upp á léttar veitingar.
Snævar Sölvi Sölvason kvikmyndagerðarmaður á Ísafirði heldur stutt erindi um franska kvikmyndagerð við opnunina.