Fasteignasala Vestfjarða flutti á föstudaginn sig um set á Ísafirði. Fasteigansalan flutti sig úr húsnæði Landsbankans að Hafnarstæti 1 yfir í Stjórnsýsluhúsið. Fasteignasala Vestfjarða var stofnuð árið 2006, en áður hafði Lögfræðistofa Tryggva Guðmundssonar sinnt fasteignasölu á Vestfjörðum frá árinu 1976.
Segja má að Fasteignasalan sé komin að nýju á gamlan stað en fyrir 19 árum flutti hún úr stjórnsýsluhúsinu. Fasteignasalan verður á 3. hæðinni þar sem áður var lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Það embætti hefur flutt sig niður á fyrstu hæðina og skrifstofur lögreglustjórans eru nú þar sem áðu var Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Guðmundur Óli Tryggvason, framkvæmdastjóri Fasteignasölunnar tók á móti gestum og gangandi á föstudaginn og bauð upp á veitingar til að fagna þessum áfanga.
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2025/02/OliTr_gestir25-1024x768.jpg)
Guðmundur Óli Tryggvason og gestir.
Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.