Ekki stuðningur við sameiningu við Strandabyggð

Þorgeir Pálsson er oddviti og sveitarstjóri í Strandabyggð.

Strandabyggð ákvað að leita eftir undirtektum Dalabyggðar og Reykhólahepps um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Í afgreiðslu sveitarstjórnar Reykhólahepps þann 12. febrúar segir að sveitarstjórnin telji forsendur til þess að ganga til formlegra sameiningaviðræðna við önnur sveitarfélög ekki sterkar, vegna verkefnastöðu sveitarfélagsins og vinnu við uppbyggingu í sveitarfélaginu og við að ná niður innviðaskuld sveitarfélagsins áður en til sameininga kemur.

Um samstarf gegnir öðru máli og „Sveitarstjórn leggur hinsvegar til að stjórnir sveitarfélaganna hittist til að ræða samstarfs fleti sveitarfélaganna.“

Sveitarstjórn Dalabyggðar tók erindið fyrir 13. febrúar og bókað var að í „ljósi óformlegra viðræðna Dalabyggðar og Húnaþings vestra sér Dalabyggð sér ekki fært að stofna til viðræðna við Strandabyggð.“

DEILA