Einstakt hugrekki til sjós

Alþjóðasiglingamálstofnunin (IMO) óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós. Samgöngustofa tekur við tilnefningum frá aðilum sem telja sig hafa upplýsingar um einstakling eða hóp sem hafi sýnt slíkt hugrekki.

Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2007. Þjóðir eða samtök geta tilnefnt einstakling eða hópa sem hafa sýnt óvenjulegt hugrekki við björgun eða aðstoð á sjó.

Samgöngustofa tekur við tilnefningum frá aðilum sem telja sig hafa upplýsingar um einstakling eða hóp sem hafi sýnt slíkt hugrekki. Atvikið sem tilnefningin varðar skal hafa átt sér stað á tímabilinu 1. mars 2024 – 28. febrúar 2025.

Tilnefningar skulu sendar til Samgöngustofu eigi síðar en mánudaginn 7. apríl 2025. 

DEILA