Eigendaskipti að Massa þrifum ehf Ísafirði

Viðskiptin innsigluð við húsakynni fyrirtækisins. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Eftir rúmlega 30 ár í rekstri á bílaþrifum, gólfbónun og teppaþrifum hafa hjónin Mimmo Ilvonen og Árni Þór Árnason selt fyrirtækið. Kaupandinn er Radislaw Gabriel Komarewicz, sem var áður starfsmaður þeirra um 14 ára skeið í Massa þrifum. Hann gerþekkir því til starfseminnar sem er til húsa í Suðurtanga 2.

Heimasíða fyrirtækisins er eftir sem áður massi.is en símanúmer er 846-6386 og netfang rado@massi.is.

DEILA