Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2025, að kynna skipulagslýsingu vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrirhugaðs kláfs upp á Eyrarafjall á Ísafirði.
Skipulagssvæðið er staðsett í Eyrarfjalli sem er 700 metra hátt beint fyrir ofan Ísafjarðarbæ. Það afmarkast af byrjunarstöð kláfsins við hlíðarfót Eyrarfjalls, upp að Gleiðarhjalla þar sem reistur verður millistaur fyrir kláfinn og svo áfram á topp Eyrarfjalls þar sem endastöð kláfsins er staðsett. Við framkvæmdina verður sett upp vinnulyfta sem mun flytja allt byggingarefni og lyftustaura upp á Gleiðarhjalla og Eyrarfjall. Ekki þarf því að leggja vegslóða upp fjallshlíðina.
Framkvæmdin, sem verður í höndum Eyrarkláfs ehf., felst í að útbúa bílastæði fyrir farþega kláfsins, upphafsstöð kláfsins í hlíð Eyrarfjalls og endastöð á toppi fjallsins með einum millistaur á Gleiðarhjalla. Á toppi Eyrarfjalls verður gert ráð fyrir þjónustubyggingu og hóteli á seinni stigum.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma sem er frá 12. febrúar 2025 til og með 12. mars 2025.