Alls var landað tæplega 1.400 tonnum af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í janúarmánuði. Er það fyrir utan eldislax.
Aflahæst varð togarinn Sirrý ÍS með 611 tonn eftir 8 veiðiferðir. Tveir aðrir togarar lönduðu í janúar. Frosti ÞH frá Grenivík landaði einu sinni og var með 46 tonn. Annar togari frá Eyjafirði, Harðbakur EA landaði einnig einu sinni og var með 71 tonn.
Tveir bátar voru á snurvoð. Ásdís ÍS aflaði 118 tonn í 17 veiðiferðum og Þorlákur ÍS va með 24 tonn eftir 4 veiðiferðir.
Þrír línubátar voru á veiðum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS fór 22 róðra og kom með 249 tonn. Jónína Brynja ÍS fór 23 róðra og landaði 259 tonn. Þá landaði Indiði Kristins BA tvisvar, samtals 19 tonn.