![Reykjavíkurflugvöllur](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2019/11/Reykjavikurflugvollur_MWL-696x462.jpg)
Bæjarstjórn Bolungavíkur ályktaði um málefni Reykjavíkurflugvallar á fundi sínum á þriðjudaginn.
Þar segir að Reykjavík beri ábyrgð sem höfuðborg og miðstöð stjórnsýslu, flutninga, heilbrigðisstarfsemi og svo mætti lengi telja.
„Það er frumskylda hennar að tryggja gott aðgengi í lofti sem á landi. Bæjarstjórn Bolungarvíkur skorar á og krefur alla hlutaðeigandi að tryggja flugumferð um Reykjavíkurflugvöll, hvort sem það er með fellingu trjáa sem um ræðir eða með öðrum aðgerðum sem nauðsynlegar eru til þess að halda út starfsemi flugvallarins.“
Ályktunin var samþykkt í einu hljóði með stuðningi alla sjö bæjarfulltrúanna.