Björgunarsveitin Dýri verður 50 ára á árinu -safna fyrir nýjum bíl

Afmælismerki björgunarsveitarinnar Dýra.

Björgunarsveitin Dýri í Dýrafirði verður 50 ára á þessu ári. Af því tilefni hefur Monika Janina hannað séstakt afmælismerki fyrir sveitina.

Formaður Dýra er Brynjar Þorbjörnsson.

Á þessum tímamótum hefur verið ákveðið að endurnýja jeppa sveitarinnar. Núverandi jeppi er orðinn 25 ára og þörf á nýjum til að tryggja áframhaldandi öryggi og skjót viðbrögð. En það er stór og mikil fjárfesting sem sveitin þarf hjálp til að geta látið verða að veruleika.

Þeir sem vilja leggja Dýra lið og styðja við þessa nauðsynlegu endurnýjun eru hvattir til þess og víst er að hvert framlag skiptir máli. Björgunarsveitin Dýri er á almannaheillaskrá, sem þýðir að styrkur gefur rétt á skattaafslætti.

📢 Hægt er að styrkja Dýra með því að leggja inn á reikninginn sveitarinnar:

Reikningsnúmer: 0154-26-000180 | Kt: 600783-0929

🎉 Að sjálfsögðu verður haldin glæsileg afmælisveislu til að fagna þessum tímamótum, og verður hún auglýst hana þegar nær dregur!

DEILA