Birnir Snær í u15 landsliðið í körfu

Birnir Snær á vellinum. Mynd: aðsend.

Fimm yngri landslið Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, munu koma til æfinga í febrúar. Eru það U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja. 

Dino Stipcic þjálfari U15 karla hefur valið Birnir Snær Heiðarsson leikmann Vestra í 24 manna úrtakshóp U15 landslið karla hjá KKÍ en 12 leikmanna lokahópur mun taka þátt í Norðurlandanótinu í Finnlandi í ágúst nk.

DEILA