Aukning í bílasölu

Mikil auking hefur orðið í nýskráningu bifreiða það sem af er árinu

Nýskráningar voru alls 1.047 bifreiðar á fyrstu sjö vikum ársins en voru 674 á sama tíma á síðasta ári. Aukningin nemur 55,3% en bílasala í febrúar hefur verið sérlega góð. Nýskráningar til almennra notkunar er um 65,8% og til ökutækjaleiga rúmlega 33%. Þetta kemur fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Það sem af er árinu eru flestar nýskráningar í hreinum rafbílum, alls 390. Tengiltvinnbílar koma í öðru sæti með 267 bíla og hybrid kemur í þriðja sætinu með alls 187 bíla. Dísil-bílar koma þar á eftir með 114 bíla.

Kia er söluhæsta bílamerkið á fyrstu sjö vikum ársins með 173 bíla sem gerir um 16,5% hlutdeild. Toyota er með 146 bíla og Hyundai 80 bíla. Tesla kemur í fjórða sætinu með 70 bíla.

DEILA