Auðunn ÍS 110

Auðunn ÍS 110 ex Arney KE 50. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson

Auðunn ÍS 110 hét áður Arney KE 50 og var keyptur til Ísafjarða síðla árs 1992.

Upphaflega hét báturinn Ársæll Sigurðsson GK 320 og var með heimahöfn í Hafnarfirði. Smíðaður í Brattavogi í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl s/f í Hafnarfirði. 

Festi hf. í Grindavík keypti bátinn árið 1970 en sjö árum síðar kaupa Óskar Þórhallsson og Dagur Ingimundarson og nefna Arney KE 50.

Báturinn var yfirbyggður og skipt um brú á Akureyri 1982.

Eins og áður segir var Arney seld til Ísafjarðar og kaupandi var Eiríkur Böðvarsson og fjölskylda.

Vorið 1996 keypti Bakki í Bolungarvík bátinn sem fékk nafnið Nansen ÍS 16 en um haustið sama ár var báturinn seldur austur á Hornafjörð.

Þar fékk hann nafnið Steinunn SF 10 og kaupandi Skinney hf. þar í bæ.

Sumarið 2001 keypti Sólborg ehf. í Stykkishólmi Steinunni og fékk báturinn nafnið Ársæll SH 88

Í ársbyrjun 2006 kaupir Fiskvinnslan Kamur ehf. á Flateyri Ársæl og fékk hann nafnið Dúi ÍS 41. Um haustið sama ár var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann fékk nafnið Ársæll ÁR 66.

Þar var hann næstu tíu árin, fyrst gerður út af Humarvinnslunni, síðar Atlantshumri ehf, og að lokum Auðbjörgu ehf.

Eftir að Skinney – Þinganes keypti Auðbjörgu árið 2016 fór Ársæll ÁR 66 í brotajárn ásamt Arnari ÁR 55 í ágúst 2017.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA