Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hefur gert langtímasamning við Snerpu um áframhaldandi tölvutækniþjónustu við fyrirtækið. Arctic Fish var stofnað árið 2011 og er eitt umsvifamesta laxeldisfyrirtækið á Íslandi. Snerpa hefur þjónustað fyrirtækið á síðustu árum og segir á vef Snerpu að mikil ánægja sé með áframhaldandi samstarf.