Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í grásleppu og því geta skip með almennt veiðileyfi ásamt hlutdeild og aflamarki í grásleppu hafið veiðar.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar um úthlutunina á vef Fiskistofu og ýmsar gagnlegar upplýsingar tengdar veiðunum má finna í grein tileinkuðum grásleppuveiðum.
Þar kemur fram að lutdeild og aflamark grásleppu er bundið við það veiðisvæði sem heimahöfn skips tilheyrir samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu við úthlutun.
Sé skip fært um heimahöfn sem ekki er innan sama veiðisvæðis og skip var á við úthlutun, fellur aflahlutdeild skipsins í grásleppu niður.
Staðbundin veiðisvæði grásleppu eru:
- Suðurland – Faxaflói, frá línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V að línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V.
- Breiðafjörður – Vestfirðir, svæði frá línu réttvísandi vestur frá Dritvíkurtanga (-flögum) 64°45,00 N 023°55,30 V að línu réttvísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V.
- Húnaflói, frá línu réttvísandi norður frá Horni 66°27,40 N 022°24,30 V að línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V.
- Norðurland, frá línu réttvísandi norður frá Skagatá 66°07,20 N 020°05,90 V að línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V.
- Austurland, frá línu réttvísandi austur frá Fonti á Langanesi 66°22,70 N 014°31,90 V að línu réttvísandi austur frá Hvítingum 64°23,90 N 014°28,00 V.