Bæjarstjón Vesturbyggðar samþykkti í siðustu viku að taka 465 m.kr. lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lántakan er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2025 segir í afgreiðslu bæjarstjórnar og er tekið til að endurfjármagna hluta afborgana lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2025 og til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu 2025.
Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.
Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir 2025 er gert ráð fyrir 435 m.kr. lántöku og að afborgarnir langtímalána verði á árinu 263 m.kr. Fjárfestingar ársins eru ráðgerðar 676 m.kr.