Vestri II BA 630 er í slipp í Reykjavík þessa dagana en hann hefur ekki verið í útgerð frá því nýi Vestri leysti hann af hólmi árið 2022.
Báturinn hét upphaflega Sigurður Jónsson SU 150 frá Breiðdalsvík og var smíðaður í Noregi árið 1963.
Vestri ehf. keypti bátinn til Patreksfjarðar frá Stykkishólmi árið 2005 en þar bar hann nafnið Grettir SH 104
Önnur nöfn sem báturinn hefur borið í gegnum tíðina eru Sædís ÁR 220, Steinanes BA 399 og Ólafur Ingi KE 34.
Af vefsíðunni skipamyndir.com