Vestfirðir: Góð færð á vegum

Færð á vegum á Vestfjörðum er góð og hægviðri framundan. Hálka er á fjallvegum, svo sem á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Kleifaheiði. Á Dynandisheiði er hálka og skafrenningur. Þá er hálka á innanverðu Ísafjarðardjúpi en annars staðar eru hálkublettir á vegum.

Spáð er fremur aðgerðarlitlu veðri um helgina og einhver snjókoma verður.

DEILA