Vegagerðin: nýr vegur fyrir Kambsnes ekki á dagskrá

Eyri í Seyðisfirði. Kambsnes er þar fyrir utan og ofan bæinn.

Það var búið að gera frumdrög að þessari leið um Seyðisfjörð og fyrir Kambsnes yfir í Álftafjörð í Ísafjaðardjúpi árið 2011 og var kaflinn Leiti – Eyri framkvæmdur útfra þeirri hönnun og voru verkmörk í þeirri framkvæmd miðuð við framhaldið Eyri – Kambsnes sem væri c.a. 4,5 km langur nýr vegur.

Þetta kemur fram í svörum Vegagerðarinnar við fyrirspurn Bæjarins besta.

„Að svo stöddu liggur ekki fyrir hvenær verður farið af stað í framhaldið og því ekki tímabært að fara af stað í samtal og samninga við landeigendur ekki liggur fyrir uppfærð kostnaðar áætlun fyrir framkvæmdina“ segir í svarinu.

DEILA